Sveitarfélagið Ölfus hefur ákveðið að taka upp heimagreiðslur fyrir börn þeirra foreldra sem ekki hafa fengið pláss á leikskóla eða hjá dagmóður. Upphæðin er 41.600 krónur á mánuði hjá foreldrum í sambúð og 48.000 krónur fyrir einstæða foreldra og námsmenn.
Þrátt fyrir að fjölgað hafi plássum á leikskóla og stuðningur við þjónustu dagmæðra verið aukinn þá hefur ekki tekist að fjölga dagmæðrum í sveitarfélaginu. Af þeirri ástæðu var ákveðið að grípa til þessara aðgerða til að koma til móts við þau börn sem ekki hafa komist inn á leikskóla eða hjá dagmóður.