Digiqole ad

Verkfall hafið hjá Eflingu í Ölfusi

 Verkfall hafið hjá Eflingu í Ölfusi

Verkfall félagsmanna Eflingar í Ölfusi og nokkrum nágrannasveitarfélugum hófst á hádegi í dag, 9. mars.

Um er að ræða ótímabundið verkfall en starfsmenn Eflingar heyra undir samning við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagði í samtali við Vísi.is að Efling geri sömu kröfu um leiðréttingu lægstu launa og haldið er til streitu gagnvart Reykjavíkurborg. Sömu efnahagslegu lögmál séu uppi í hinum sveitarfélögunum.