Ekki verkfall hjá FOSS

Rétt fyrir miðnætti í gær undirritaði Samninganefnd stéttarfélaga starfsfólks sveitarfélaga utan Reykjavíkur kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Því verður ekkert úr fyrirhuguðu verkfalli FOSS sem átti að hefjast í dag, 9. mars.

Samningurinn á við bæjarstarfsmenn um allt land nema í Reykjavík.