Starfsdagur verður mánudaginn 16. mars bæði í grunn- og leikskólanum í Þorlákshöfn og verða nemendur því heima þann dag. Eins og fram kom í dag þá hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið og ýmsar skorður settar varðandi samskipti nemenda. Um er að ræða tímabilið frá 16. mars til 12. apríl. Markmið með takmörkun skólastarfs er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19.
Starfsdaginn nýta stjórnendur og starfsmenn skólanna til þess að skipuleggja skólastarfið í takti við þær skorður sem takmarkanirnar setja. Frístund verður einnig lokuð þennan dag.
Kennsla hefst að nýju þriðjudaginn 17.mars og munu skólastjórnendur senda út nánari upplýsingar um tilhögun skólastarfs til foreldra í tölvupósti á heimasíðum skólanna. Foreldarar eru hvattir til að fylgjast vel með.