Þórsarar missa af úrslitakeppninni

Þór tapaði í gær gegn sterku liði Keflavíkur í Domino’s deild karla í gærkvöldi 78-63. Eftir tapið varð ljóst að sæti í úrslitakeppninni væri farið.

Liðið er núna í baráttu við Val og nafna sína frá Akureyri um að halda sæti sínu í deildinni en það mun ráðast eftir síðasta leik deildarkeppninnar.

Alls óvíst er þó hvenær og hvort sá leikur verði spilaður vegna þeirra aðstæðna sem komnar eru upp vegna COVID-19. Keppnir á vegum KKÍ verða ekki leiknar í að minnsta kosti fjórar vikur vegna veirunnar.