Þrengsli og Hellisheiði lokuð – appelsínugul viðvörun í gangi

Vegunum um Þrengsli og Hellisheiði var lokað á sjötta tímanum í dag vegna veðurs. Appelsínugul viðvörun er núna í gangi um allt land og stendur hún til klukkan 1 í nótt á suðvesturlandi.

„Austan og norðaustan 20-28 m/s. Mjög snarpar vindhviður við fjöll, t.d. má búast við vindhviðum yfir 40 m/s undir Eyjafjöllum. Útlit fyrir él með takmörkuðu skyggni. Ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi.“ Segir á vef Veðurstofu Íslands.