Björgunarsveitin biður fólk um að halda sig heima

Mynd: Herdís Ragnhildur Einarsdóttir

„Nú biðjum við fólk um að hætta að fara út á götur Þorlákshafnar þar sem ófærðin er algjör og okkar hópar eru orðnir svangir eftir sleitulausa vinnu síðasta sólarhringinn,“ segir í tilkynningu sem Björgunarsveitin Mannbjörg í Þorlákshöfn var að senda frá sér.

Óveðrið í Þorlákshöfn hefur verið með ólíkindum í dag og er hægt að fullyrða að viðlíka skaflar hafa ekki sést í mörg ár og íbúar margir hverjir innlixa inn á heimilum sínum í orðsins fyllstu merkingu.

Björgunarsveitin segir að ekkert vit sé í því að æða af stað enda snjórinn farinn að blotna talsvert.

„Vinsamlegast haldið ykkur heima. Það er ekkert ferðaveður. Hvorki utanbæjar né innanbæjar.“ Segir að lokum í tilkynningunni.

Myndirnar hér að neðan birtu Þórunn Jónsdóttir og María Árnadóttir á Facebook síðunni Íbúar í Þorlákshöfn og Ölfusi í dag.

Mynd: Þórunn Jónsdóttir
Mynd: María Árnadóttir