Þorlákshafnarbúar á kafi í snjó – myndir

Það er ekki annað að sjá en að veðurguðirnir hafi ákveðið að láta sitt ekki eftir liggja í stuðningi við aðgerðir almannavarna þegar kemur að því að fá fólk til að ferðast um innandyra um páskana. Þegar Þorlákshafnarbúar og fleiri íbúar á Suðurlandi vöknuðu í morgun voru margir bókstaflega fenntir í kaf. Mannhæðaháir skaflar var það sem mætti fólki víða þegar það leit út um glugga eða opnaði útidyrahurðina og ekkert lát var á roki og skafrenningi fram eftir degi og algjörlega blint á milli húsa. Um kvöldmataleiti breyttist úrkoman og varð að rigningu, á sama tíma lagaðist skyggnið. Hafnarfréttir fóru þá á stúfana og gengu um gamla hluta bæjarins til að taka myndir af herlegheitunum og mætti þar örfáum sem voru á rúntinum til að taka út aðstæður og nokkrum hraustum mönnum sem voru komnir út að moka.

Okkur langar að hvetja þau ykkar sem eigið skóflur og eruð við góða heilsu að líta til með nágranna ykkar eða ganga jafnvel um bæinn og aðstoða aðra bæjarbúa við að moka sig út úr húsunum sínum þegar veðrinu slotar.