Húsnæðissamvinnufélagið Elliði auglýsir búseturétt til sölu

Húsnæðissamvinnufélagið Elliði auglýsir til sölu búseturétt í parhúsi sem staðsett er í byggðarkjarna eldri borgar í Þorlákshöfn.

Sunnubraut 7 í Þorlákshöfn

Til sölu er búseturéttur í 2ja svefnherbergja íbúð í parhúsi. Í heildina er eignin 124,3 fm. og þar af er bílskúrinn 28,6 fm. Húsið var byggt árið 2004 og er það staðsett í rólegum og notalegum byggðarkjarna eldri borgara í Þorlákshöfn.

Búseturétturinn kostar 3.000.000 kr. og mánaðargjöldin eru 148.727 kr. og hækka m.v. vísitölu neysluverðs.  Innifalið í því er allt nema rafmagn, hiti og fasteignagjöld. Aldursskilyrði 60+.

Bæði félagsmenn og utanfélagsmenn geta keypt búseturéttinn en aldursskilyrði eru 60 ára og eldri. Við úthlutun verður horft til þess hve lengi einstaklingar sem sækja um hafa verið í félaginu. Ef engin félagsmaður sækir um verður búseturétturinn seldur til untanfélagsmanna.

Íbúðin er laus og verður afhent 20. apríl nk. og skulu umsóknir berast félaginu fyrir 15. apríl.

Þeir sem hafa áhuga á að kaupa búseturéttinn skulu senda inn umsóknir á Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarberg 1, 815 Þorlákshöfn eða á netfangið olfus@olfus.is. Nánari upplýsingar veitir Valur Rafn Halldórsson í síma 868-1895 eða valurrafnh@gmail.com.