Þrír fallegir garðar í Ölfusi verðlaunaðir

Umhverfisnefnd Ölfus hefur valið þrjá garða í Ölfusi og fengu þeir viðurkenningu fyrir fallegan og snyrtilegan garð árið 2020.

Garðarnir eru Eyjahraun 11 hjá Jóhönnu og Ragga, Lyngberg 3 hjá Lóu og Brynjari og Hlöðutún Árbæjahverfi í Ölfusi hjá Önnu Kristínu og Kjartani.

Garðarnir verða til sýnis laugardaginn 8. ágúst á milli kl. 13 og 16. Þar er margt að sjá og margar hugmyndir munu örugglega kvikna en í öllum þeim görðum sem verða til sýnis má finna ýmislegt sem gleður auga og yljar hjarta.