Í dag fara fram tveir leikir í Icelandic Glacial mótinu í körfubolta en í gær barst tilkynning frá KKÍ þess efnis að áhorfendum sé ekki heimilt að mæta á völlinn í ljósi aðstæðna vegna COVID-19 en smitum hefur fjölgað mjög mikið undanfarna daga.
„Að beiðni almannavarna um að íþróttahreyfingin sýni frumkvæði varðandi sóttvarnir hefur stjórn KKÍ tekið þá ákvörðun að leikir helgarinnar í meistaraflokkum, það er æfingaleikir meistaraflokka og meistarar meistaranna kvenna, fari fram án áhorfenda,“ segir í tilkynningu KKÍ.
Stefnt verður þó á að streyma leikjum dagsins beint á Facebook síðu Þórs. Í fyrri leiknum mætast Keflavík og Njarðvík klukkan 14 og klukkan 16 mætast Þór og Grindavík.