Knattspyrnumaðurinn og uppaldni Þorlákshafnarbúinn Jón Guðni Fjóluson samdi í kvöld við norska úrvalsdeilarfélagið Brann um að leika með liðinu út tímabilið. Jón Guðni lék síðast með Krasnodar í Rússlandi.

Jón Guðni er 31 árs og á að baki sautján A-landsleiki. Hann spilar stöðu miðvarðar og getur einnig spilað á miðjunni og í vinstri bakverði.

„Það er frábært að vera hér og ég hlakka til að komast inn á völlinn og hitta nýju liðsfélaga mína,“ sagði Jón Guðni við undirskriftina.

Jón Guðni mætir á sína fyrstu æfingu hjá Brann á morgun en næsti leikur liðsins er gegn Kristiansund næstkomandi sunnudag.