Úrslit Icelandic Glacial mótsins ráðast í kvöld

Í kvöld ráðast úrslitin í Icelandic Glacial mótinu í körfubolta sem fram fer í Þorlákshöfn en í dag fara fram tveir leikir.

Klukkan 18 mætast Keflavík og Grindavík og klukkan 20.30 mætast Þór og Njarðvík. Fyrir leiki dagsins eru öll lið með einn sigur og eitt tap á bakinu.

Í kvöld mega vera um 130 áhorfendur í stúkunni en Þórsarar munu einnig sýna frá leikjunum hér beint á Facebook síðu sinni og mun Heiðar Snær Magnússon lýsa leikjum dagsins.

Þórsar benda á að hægt er að styrkja deildina fyrir þá sem ætla að horfa heima með því að leggja inn 1500 – 2000 kr. á reikninginn þeirra 0152-26-200182 og kt.680312-0950.