Ríkisstjórinin kynnti í dag hörðustu sóttvarnaraðgerðir frá því að kórónaveiran barst hingað til lands fyrir rúmu áðri síðan. Ákvörðunin byggist á tillögum sem bárust frá sóttvarnarlækni, sem lagði til hertar aðgerðir sem munu gilda næstu þrjár vikurnar.
Eftirleðis er að finna þær reglur sem kynntar voru með tilliti til íbúa Ölfuss.
Samkomutakmarkanir:
• Grunnskólinn í Þorlákshöfn, tónlistarskólinn, sem og framahalds,og háskólinn verða lokaður þangað til páskafrí tekur við á föstudag. Unnið er að fyrirkomulagi að loknu páskafríi.
• Þorlákskirkja er heimilt að taka á móti 30 gestum við athafnir. Gestir skulu sitja með nafni, kennitölu og símanúmerið og skal hann sitja í númeruðum sætum. Hámark, í erfidrykkjum, fermingarveislum er eins og annars staðar, er miðað við tíu manns.
Lokanir eða frestanir:
• Sundlaugin og Ræktin verður lokað.
• Íþróttastarf mun liggja niðri, jafnt barna sem og fullorðinna.
• Ökunám með kennara er óheimilt
• Íslandsmótið í körfubolta verður frestað ótímabundið.
• Önnur íþróttamót sem og æfingar frestast.
Hvað er leyft:
• Veitingarstöðum er gert að loka klukkan 22. Tuttugu gestir mega vera inn á stöðunum á hverjum tíma, og skulu þeir skráðir í sæti.
• Verslanir er heimilt að taka á móti 5 manns, á hverja 10 fermetra. 50 manns mega vera inn í verslun, að hámarki. Virða skal tveggja metra reglu og bera grímu.
Munið:
• Tveggja metra regluna og grímuskyldina. Börn fædd 2005 og síðar eru undanskilin grímuskyldu.