Digiqole ad

Mögnuð endurkoma Þórsara í Breiðholti

 Mögnuð endurkoma Þórsara í Breiðholti

Mynd: Bára Dröfn / Karfan.is

Þórsarar gerðu góða ferð í Breiðholtið í gærkvöldi þegar þeir unnu ÍR í skemmtilegum og spennandi leik, 98-105.

Leikurinn byrjaði vel fyrir Þórsara sem leiddu 25-31 eftir 1. leikhluta. ÍR-ingar komu svo mjög sterkir inn í öðrum og þriðja leikhluta og áttu Þórsarar í erfiðleikum með að stoppa sóknarleik heimamanna, með Zvonko Buljan fremstan í flokki.

Þegar tvær mínútur lifðu af þriðja leikhluta leiddu ÍR-ingar með 16 stigum en þá skelltu Þórsarar í lás og söxuðu jafnt og þétta á forskotið og náðu að jafna leikinn 92-92 um miðbik 4. leikhluta. Þórsarar héldu svo uppteknum hætti og skoruðu 13 stig gegn 6 stigum ÍR og unnu að lokum sterkan sjö stiga sigur.

Larry Thomas var virkilega mikilvægur sérstaklega í 4. leikhluta og var hann stigahæstur Þórsara í kvöld með 25 stig. Adomas Drungilas var öflugur með 19 stig og 10 fráköst. Emil Karel skoraði 17 stig og tók 7 fráköst, Ragnar Örn setti 16 stig, Callum Lawson 13 auk þess að taka 10 fráköst, Davíð Arnar 11 og Halldór Garðar skoruðu 4 stig hvor, auk þess sem Halldór sendi 11 stoðsendingar.