Digiqole ad

Önnur skimun í fyrramálið

 Önnur skimun í fyrramálið

Enginn sýni greindust jákvæð af þeim 200 sem tekin voru í skólanum á þriðjudag. Einn einstaklingur greindist þó með Covid 19 í gær, sá var í sóttkví og er smitið rakið til hópssmits á vinnustað.

Nú á fimmtudagskvöldi eru því 14 einstaklingar í Þorlákshöfn í einangrun með Covið 19 og 99 í sóttkví. 

Í fyrramálið verður önnur skimun í skólanum og hefst hún kl.9. Þá verða nemendur og starfsfólk grunnskólans sem eru í sóttkví skimaðir öðru sinni.                                            

Þeir sem finna til minnstu einkenna geta einnig bókað sig í skimun og valið Selfoss sem skimunarstað, líkt og á þriðjudag.

Þetta kom fram í tilkynningu frá Elliða Vignissyni, bæjarstjóra nú í kvöld.