Þórsarar eru íslandsmeistarar í körfubolta í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 81-66 sigur á Keflvíkingum í Þorlákshöfn í gærkvöldi og unnu því einvígið 3-1.
Keflvíkingar fóru vel af stað og staðan eftir fyrsta leikhluta var, 25-19, Keflvíkingum í vil. Í öðrum leikhluta voru Þórsarar sterkari aðilinn og Davíð Arnar Ágústsson, eða Dabbi kóngur eins og við kjósum að kalla hann setti niður hverja þriggja stiga körfuna á fætur annarri. Þegar gengið var til búningsklefa voru Þórsarar komnir í forystu, 43-40.
Eftir sterka byrjun gestanna í þriðja leikhluta, stimpluðu heimamenn sig inn. Emil Karel Einarsson kom Þór sex stigum yfir í lok fjórðungsins og fyrir lokafjórðunginn var staðan því orðin ,58-52.
Keflvíkingar jöfnuðu leikinn í, 58-58, en þá kom Drungilas með þrjá þrista og Þór var kominn yfir , en eftir það sigldu Þórsarar bikarnum heim í Þorlákshöfn og allt trylltist í stúkunni og það heyrðist hástöfum „Íslandsmeistarar, íslandsmeistarar.“
Stuðningurinn í stúkunni var geggjaður með að okkar mati sterkustu og skemmtilegustu stuðningsmannasveit í deildinni Græna drekann.
Adomas Drungilas var geggjaður í kvöld með 24 stig og 11 fráköst og var maður leiksins, auk þess að vera valin leikmaður úrslitakeppnarinnar. Davíð Arnar Ágústsson setti niður 15 stig, öll úr þriggja stiga skotum og var frábær í kvöld. Aðrir áttu líka frábært kvöld sem skilaði öflugum liðssigri.
Emil Karel Einarsson var hálforðlaus eftir leik en óskaði Þorlákshafnarbúum til hamingju með sigurinn.
„Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Á sjötíu ára afmæli bæjarins, að vinna titill. Til hamingju allir“
Lárus Jónsson, þjálfari Þórsara var kampakátur eftir leik í kvöld.
„Til hamingju Þorlákshöfn, Þorlákshafnarbúar, allir sem eru búnir að koma að þessu liði. Þeir eiga þetta skilið, sérstaklega uppaldir leikmenn og stjórnarfólk sem eru búin að standa. „Þetta er bara einstakt körfuboltafélag.“