Styrmir og Lárus verðlaunaðir

Styrmir Snær Þrastarson og Lárus Jónsson voru fulltrúar Íslandsmeistara Þórs á verðlaunahátíð KKÍ fyrr í dag þar sem þeir fengu verðlaun fyrir frábæran árangur.

Styrmir var valinn besti ungi leikmaður tímabilsins og var hann einnig valinn í úrvalslið tímabilsins. Þá var Lárus valinn þjálfari ársins.