Hamingjunni við hafið frestað

Bæjarhátíðin Hamingjan við Hafið sem halda átti daganna 3.-8. ágúst n.k. hefur verið frestað.

Hátíðin er ein fjölmargra sem hefur verið frestað í kjölfar hertra sóttvarnaaðgerða vegna fjölgunar Covid-19 smita í samfélaginu.

Ekki er komin ný dagsetning á þessa afmælisútgáfu hátíðarinnar vegna 70 ára afmælis Þorlákshafnar.