Hvalur í fjörunni við Þorlákshöfn

Hval hefur rekið á fjöru í Skötubótinni rétt við Þorlákshöfn og fengum við hjá Hafnarfréttum þessa mynd senda rétt í þessu.

Ástandið á hræinu virðist gott og því má ætla að hvalurinn sé tiltölulega ný strandaður. Einnig er um vinsælt útivistarsvæði að ræða og því mjög ósennilegt að hræið sé búið að liggja þarna lengi.