Frábær seinni hálfleikur og þá sérstaklega fjórði leikhluti skilaði flottum sigri Þórsara gegn ÍR í kvöld í úrvalsdeild karla í körfubolta. Lokatölur urðu 105-93 en Þórsarar náðu mest 24 stiga forystu í fjórða leikhluta.
Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Þórsarar settu í fluggír í seinni hálfleik og varð leikurinn í raun aldrei í hættu eftir það.
Glynn Watson var virkilega flottur og náði tvöfaldri tvennu er hann skoraði 28 stig, tók 11 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Þá var Davíð Arnar frábær, skoraði úr sjö af átta skotum sínum og endaði með 19 stig.
Luciano Massarelli og Daniel Mortensen skoruðu 16 stig hvor. Tómas Valur og Ragnar Örn skoruðu báðir 8 stig. Ronaldas Rutkauskas bætti við 6 stigum og Emil Karel skoraði 4.