Sveitarfélagið Ölfus hefur tekið ákvörðun um að ráðst í urðun hvalsins sem rak að í fjörunni við Þorlákshöfn eftir helgi.

„Er það gert til að gefa áhugasömum færi á að skoða dýrið í blíðunni um helgina. Veðurspá er með besta móti og vill Sveitarfélagið Ölfus hvetja íbúa á höfuðborgarsvæðinu og nágrannabyggðum til að gera sér dagamun með því að skoða hvalinn í þessu stórkostlega umhverfi sem svo heppilega vill til að er afar aðgengilegt,“ segir í tilkynningu sveitarfélagsins.

Áhugasömum er bent á bílastæði við golfvöllinn en þaðan er örstuttur gangur að hvalnum.