Andi hvalsins svífur yfir Þorlákshöfn

Donatas Arlauskas, íbúi í Þorlákshöfn, hefur náð frábærum myndum af hvalnum í fjörunni undanfarna daga. Í gær festi hann á myndband þann mikla fjölda fólks sem lagði leið sína til Þorlákshafnar að bera hvalinn augum eins og sést í meðfylgjandi myndbandi.

Þetta er þó ekki eini hvalurinn sem hefur orðið á vegi Donatas Arlauskas, því korter yfir sex í gærkvöldi birtist honum stærðarinnar hvalur í háloftonum fyrir ofan Þorlákshöfn. Að þessu sinni var þó ekki um raunverulegan hval að ræða heldur fallegt ský sem minnti óneitanlega á hvalinn í Skötubótinni.