Hefur þú týnt gám? – Eigendur sex gáma óskast

Sveitarfélagið Ölfus auglýsir eftir eigendum sex gáma sem standa á geymslusvæði sveitarfélagsins við Hafnarskeið í Þorlákshöfn. Um er að ræða fjóra 20 feta gáma og tvo 40 feta gáma.

Á heimasíðu Ölfuss segir að gefi sig engin/n fram fyrir 19. nóvember næstkomandi, verða gámarnir ásamt innihaldi þeirra fjarlægðir og fargað.