Eins og flestir íbúar hafa tekið eftir þá hefur sorphirða tafist töluvert seinustu vikurnar. Á miðvikudaginn í seinustu viku sendi Kubbur, þjónustuaðili sveitarfélagsins á sviði sorphirðu, frá sér tilkynningu um að sorphreinsun hefði tafist vegna veikinda og ófærðar og að stefnt yrði að klára verkið í seinustu viku.
Ekki hefur það tekist en í dag sendi fyrirtækið frá sér aðra fréttatilkynningu um að vegna bilana og slæmrar færðar hefði ekki verið hægt að klára sorphirðuna en að stefnt væri að því að klára í þessari viku.
Planið næstu daga er:
Grá tunna og lífrænt:
Þorlákshöfn þriðjudag og miðvikudag.
Dreifbýli: fimmtudag og föstudag.
Pappi og plast
Þorlákshöfn laugardagur og mánudagur.
Dreifbýli þriðjudagur og miðvikudagur.