Hafdís lét ekki blekkjast af svikahrappi

Hafdís Sigurðardóttir, launafulltrúi Ölfuss, lét ekki blekkjast í morgun þegar hún fékk tölvupóst sem virtist vera frá Elliða Vignissyni bæjarstjóra Ölfuss.

Í póstinum sem merktur var Elliða var Hafdís beðin um að leggja launin hans inn á breska bankareikninginn hans. Elliði segir frá þessu á Facebook síðu sinni en um var að ræða svikapóst þar sem óprúttinn aðili hefur ætlað sér að næla sér í bæjarstjóralaun, sem fæstir myndu nú slá hendi á móti undir eðlilegum kringumstæðum.

Elliði segir að þetta sé í fimmta skipti sem reynt sé að blekkja starfsmenn honum tengdum til að leggja inn á erlenda bankareikninga.