Forseti bæjarstjórnar um nýtt merki sveitarfélagsins

nyja_gamla01Í seinustu viku kynnti Gísli S. Brynjólfsson, framkvæmdastjóri Hvíta hússins, nýtt merki sveitarfélagsins á fundi í Ráðhúsi Ölfuss en Guðmundur Bernhard Flosason hannaði merkið. Í kjölfarið settum við hjá Hafnarfréttum upp óformlega könnun hér á síðunni þar sem spurt var hvort merkið lesendum þætti flottara.

Alls tóku 283 einstaklingar þátt og mikill meirihluti þeirra eða 85% fannst gamla merkið flottara en einungis 15% fannst nýja merkið flottara.

SveinnSteinarssonMiklar umræður sköpuðust um merkið á facebook síðu Hafnarfrétta og vorum við beðnir um að afla frekari upplýsinga um merkið og ástæðu breytinganna. Höfðum við því samband við Svein Steinarsson forseta bæjarstjórnar og báðum hann um að svara nokkrum spurningum.

Við ákváðum að breyta ekki svörunum heldur birta þau orðrétt. Spurningarnar og svör Sveins má finna hér að neðan.

1. Hver er ástæðan fyrir því að fara í breytingar á merki sveitarfélagsins?

Eins og kynnt hefur verið þá var ákveðið að fara markaðsátak með sveitarfélagið og þá sérstaklega Þorlákshöfn þar sem búsetuþróun í kjölfar hrunsins var alls ekki góð og viðbragða þörf að mati bæjarstjórnar. Fagfólk var fengið til verksins og í raun til að skoða stórt og smátt í okkar samfélagi og koma með tillögur um hvað við ættum að gera og þá í framhaldinu hvernig.

Eitt af því sem liggur fyrir er gerð nýrrar heimasíðu, samhæfa allt kynningar og bréfsefni þannig að sveitarfélagið minni á sig með einsleitum hætti.

Merki sveitarfélagsins var undir í þessu sambandi ef svo bæri undir og ekki síst vegna þess að gamla merkið er litskrúðugt en slíkar útfærslur eru ávallt dýrari í rekstri þ.e gagnvart prenti, þetta var okkur einfaldlega bent á af praktískum ástæðum.

2. Hver er kostnaður sveitarfélagsins við að hanna nýtt merki?

Varðandi kostnað við breytingu á merkinu þá er hann partur að þeirri vinnu sem á sér stað við þá ímyndavinnu sem er í gangi, hef ekki frekari upplýsingar um það.

3. Hvað merkja punktarnir í nýja merkinu?

Hef ekki skýringar á punktum í ramma merkisins sennilega spurning um smekksatriði.

4. Er búið að samþykkja þetta merki sem formlegt merki sveitarfélagsins?

Merkið var kynnt bæjarfulltrúum og síðan var tekin formleg afstaða til þess á bæjarstjórnarfundi þann 28. apríl. Bæjarfulltrúar voru einróma um að uppfæra merkið í þessa veru þ.e.a.s. eins og merkið var kynnt á íbúafundinum um daginn og var það samþykkt samhljóða á þeim fundi.