Stefnt er að því að opna Caffe Bristol/sport bar við Selvogsbraut 4 (gamla Hendur í Höfn) þann 1. apríl nk.
Í samtali við Hafnarfréttir segja Margrét og Þór Ólafur, eigendur Caffe Bristol, „að ekki sé um aprílgabb að ræða heldur sé þetta stórkostlegt tækifæri fyrir þau til að bæta þjónustuna hérna í Hamingjunni.“
Opnunartími verður frá 10 á morgnana til 21 á kvöldin og lengur um helgar. Alla virka daga verður heitur hádegismatur í boði frá 11:30-13:30 og veislumatur á föstudögum, laugardögum og á sunnudögum frá kl. 18:00.
„Einnig verðum við með kaffi, smurt brauð og kökur frá kl 14 til 17. Fyrirhugað er að halda smá fund/ kynningarkvöld hjá okkur og heyra svona í íbúum hvað þeir geta hugsað sér að sjá og sækja í þessu húsnæði. Hugmyndir eru komnar um trúbbakvöld, pöbbastemmingu og eitthvað fleira skemmtilegt. Boltinn í beinni og að sjálfsögðu ískaldur á krana. Við hlökkum mikið til að kynnast ykkur og þjónusta“ sögðu Margrét og Þór Ólafur í samtali við Hafnarfréttir.