Ölfus Cluster vinnur nú að því að koma upp málþingi og vinnustofu undir kjörorðunum „Frá hugmynd að fullgerðri afurð á 100 mínútum“. Málþingið sem verður haldið þriðjudaginn 5. apríl frá 14:00 til 16:00 er sérstaklega miðað verðandi frumkvöðlum og hugmyndaríkum íbúum en þar gefst gestum og gangandi einnig tækifæri til að kynna sér hluta þeirra spennandi verkefna sem unnið er að inna klasasamstarfsins í Ölfus Cluster. Meðal þess sem sérstaklega verður kynnt er gerð umsókna í Matvælasjóð en umsóknarfrestur í sjóðinn er til 19. apríl 2022.
Dagskrá málþingsins og vinnustofunnar er sem hér segir: