Fjölskyldudagur og opnun kosningaskrifstofu

Sunnudaginn 24. apríl ætlum við á D-listanum að opna formlega kosningaskrifstofu okkar og halda skemmtilegan fjölskyldudag með íbúum.

Frambjóðendur munu grilla ofan í gesti og gangandi ásamt því að hoppukastali verður á svæðinu. Tilvalið að skella sér í sunnudagsgöngutúr og spjalla við frambjóðendur.

Hlökkum til að sjá ykkur öll.
Frambjóðendur D-listans