Baldur Þór Ragnarsson er hættur sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Tindastóli og hefur samið við þýska úrvalsdeildarliðið Ratiopharm Ulm.
Karfan.is greindu fyrst frá en þar segir að Baldur verði í þjálfarateymi aðalliðs félagsins og þá verður hann aðalþjálfari b-deildarliðs þeirra, þar sem ungir og efnilegir leikmenn fá að spreyta sig.
Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem Baldri er þakkað kærlega fyrir gott og gjöfult samstarf og óska honum góðs gengis á nýjum vettvangi.
Baldur fór með Tindastólsliðið alla leið í úrslitarimmuna við Val nú í vor í Subway deildinni og er því mikið víst að Tindastólsmenn eiga eftir að sakna okkar manns.