Baldur Þór semur við þýskt úrvalsdeildarlið

Baldur Þór Ragnarsson er hættur sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Tindastóli og hefur samið við þýska úrvalsdeildarliðið Ratiopharm Ulm.

Karfan.is greindu fyrst frá en þar segir að Baldur verði í þjálfarateymi aðalliðs félagsins og þá verður hann aðalþjálfari b-deildarliðs þeirra, þar sem ungir og efnilegir leikmenn fá að spreyta sig.

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem Baldri er þakkað kærlega fyrir gott og gjöfult samstarf og óska honum góðs gengis á nýjum vettvangi.

Baldur fór með Tindastólsliðið alla leið í úrslitarimmuna við Val nú í vor í Subway deildinni og er því mikið víst að Tindastólsmenn eiga eftir að sakna okkar manns.