Þórsarar mæta Petrol­ina AEK frá Kýpur

Þórsarar ferðast til Kýpur í fyrstu um­ferð í undan­keppni Evr­ópu­bik­ars FIBA í körfuknatt­leik karla. Þar munu þeir mæta liðinu Petrol­ina AEK í hafnarborginni Larnaca á suðurströnd Kýpur.

Vinni Þórsarar leikinn mæta þeir Antwerp Gi­ants frá Belg­íu, liðinu sem Elvar Már Friðriksson lék með síðasta vetur. Ef leikurinn hins vegar tapast eru Þórsarar úr leik í keppninni.

Sex lið eru í hverjum riðli í undankeppnninni og eru riðlarnir fjórir. Leikið er með útsláttarfyrirkomulagi um sæti í sjálfri riðlakeppni Evr­ópu­bik­ars­ins og eitt liðanna verður á heima­velli. Hin þrjú liðin í riðli Þórsara eru Sport­ing frá Portúgal, Gött­ingen frá Þýskalandi og Trepca frá Kósóvó.