Hver er Hvunndagshetja Ölfuss 2022?

Hafnarfréttir óska eftir tilnefningum frá íbúum Ölfuss til að benda á íbúa í sveitarfélaginu sem hafa á einhvern hátt unnið í þágu þess, samfélagsins eða á einhvern hátt látið gott af sér leiða.

Opið er fyrir tilnefningar til hádegis föstudaginn 5. ágúst og eru allir hvattir til að senda tilnefningu ásamt rökstuðningi á frettir@hafnarfrettir.is eða í skilaboðum á Facebook-síðu Hafnarfrétta fyrir þann tíma.

Hafnarfréttir fara yfir innsendar tillögur og velja þá manneskju sem oftast er nefnd og veita viðkomandi viðurkenningu á stórtónleikunum í Skrúðgarðinum laugardagskvöldið 6. ágúst, en á sama tíma verða umhverfisverðlaun Ölfuss einnig tilkynnt. 

Tilgangurinn með þessu er að vekja athygli á þeim fjölmörgu aðilum sem leggja sitt af mörkum við að búa hér til það blómlega og góða samfélag sem við tilheyrum. Hugmyndin er að gera þetta árlega í tengslum við bæjarhátíðina okkar.