Félag eldri borgara fékk glæsilegt rafmagnshjól að gjöf

Það var líf og fjör þegar félag eldri borgara fékk afhent glæsilegt rafmagnshjól í gær. Hjólið er gjöf frá Tónum og trix ásamt Hollvinafélaginu Höfn og er ætlað öllum eldri borgurum sveitarfélagsins.

Elstu meðlimir Tóna og trix, þau Ásberg og Elsa, fengu þann heiður að vígja hjólið. Það verður gaman að sjá þau á ferð og flugi um götur bæjarins.