Ölver gefur grunnskólanum Pönnuvöll

Kiwanismenn í Þorlákshöfn hafa í gegnum árin stutt vel við starf grunnskólans. Í vor höfðu þeir samband við skólastjórnendur með gjöf til skólans í huga.  Til tals kom að bæta við aðstöðu á skólalóðinni með því að setja upp annan pönnuvöll. Einn völlur hefur verið við skólann í nokkur ár og er vinsæll meðal nemenda. Leikurinn var fyrst kynntur á unglingalandsmóti sem var hér í Þorlákshöfn árið 2018. Tveir leikmenn eru á vellinum í einu og hafa að markmiði að skora boltanum í lítið mark á vellinu. Nýr leikmaður kemur inn á völlinn þegar annar aðilinn hefur skorað mark. Völlurinn var settur upp í sumar og hefur verið mikið nýttur í góða verðrinu að undanförnu.

Í gær fór formleg afhending vallarins fram þar sem Ólína skólastjóri og nokkrir nemendur á yngsta stigi tóku við vellinum frá Gústaf Ingva Tryggvasyni forseta Kiwanisklúbbsins Ölvers.