Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita nýframkvæmdum við Egilsbraut 9 rúmlega 28 milljóna króna framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra. Er það um 20% af áætluðum kostnaði við framkvæmdirnar.
Þessar framkvæmdir við Níuna eru þegar hafnar og munu stækka rými sem ætlað er til dagþjónustu eldri borgara og bæta þá þjónustu. Sú íbúð sem hingað til hefur verið nýtt til dagdvalar fer þá í útleigu til eldri borgara.