Þór laut í lægra haldi gegn Blikum

körfubolti

Þórsarar lutu í lægra haldi fyrir liði Breiðabliks í kvöld í fyrsta leik tímabilsins í Subway deild karla, 100-111.

Pablo Hernandez var stigahæstur Þórsara með 28 stig og 10 fráköst og Adam Rönnkvist var næststigahæstur með 20 stig, 4 fráköst og 5 stoðsendingar.

Hjá liði Breiðabliks var það Everage Richardson sem var atkvæðamestur með 28 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar og næstur honum var Clayton Ladine með 20 stig, 7 fráköst og 8 stoðsendingar.

Næsti leikur Þórsara í Subway deildinni verður 14. október og þá mæta þeir Haukum í Ólafssal í Hafnarfirði.