Góð aðsókn á opnun sýningar

Góð aðsókn var á opnun sýningar um Ragnheiði Ólafsdóttur í Galleríinu undir stiganum en um 50 gestir voru viðstaddir og komu þeir víða að. Eftirlifandi börn Ragnheiðar, þau Guðbjörg, Katrín Jónína og Hörður Björgvinsbörn sögðu sýningargestum örstutt frá móður sinni við opnunina. Halla Kjartansdóttir og Alda Einarsdóttir eiga heiðurinn af sýningunni en Inga Anna Pétursdóttir aðstoðaði við þjóðbúningana.

Sýningin verður opin út októbermánuð á opnunartíma Bæjarbókasafns Ölfuss.