Fyrirlestur um breytingaskeiðið

Kvenfélag Þorlákshafnar stendur fyrir fyrirlestri um breytingaskeið kvenna þann 13. október kl. 20 í Versölum.

Fyrirlesari er Halldóra Skúladóttir en hún hefur sótt sér víðtæka menntun á þessu sviði og haldið ýmis námskeið og fyrirlestra.

Halldóra heldur úti vefnum Kvennaráð þar sem hægt er að nálgast ýmiss konar fróðleik um breytingaskeið kvenna.

Allar konur velkomnar. Ókeypis aðgangur

Kvenfélag Þorlákshafnar