Þollóween – dagskrá mánudagsins

Þollóween hátíðin fer formlega af stað í dag og hér má sjá það sem er í boði:

Kl. 16-18 verður Skelfileg skrautsmiðja í sal grunnskólans. Komið með grasker og áhöld (gott að vera búinn að hreinsa innan úr áður). Allskonar föndur á staðnum. Forráðamenn eru beðnir að koma með börnum sínum.

Kl. 18:30 opnar svo Draugagarðurinn í Skrúðgarðinum. Garðurinn verður opinn út vikuna og hægt að heimsækja hvenær sem er. Myndabingó fylgir dagskrárblaði sem leik- og grunnskólabörn ættu að hafa fengið í skólanum.

Félagsmiðstöðin Svítan sýnir svo hrollvekjur í dag, kl. 16:30 fyrir 5.-7. bekk og kl. 19:00 fyrir 8.-10. bekk.

Hafnarfréttir munu segja frá því sem er á döfinni alla vikuna.

Gleðilega hátíð!