Aðventuhátíð í Þorlákskirkju næsta sunnudag

Aðventuhátíð verður haldin í Þorlákskirkju næstkomandi sunnudag, 27. nóvember kl. 16:00 en þá er fyrsti sunnudagur í aðventu. Fermingarbörn taka þátt í athöfninni ásamt kór Þorláks- og Hjallakirkju, Söngfélagi Þorlákshafnar og Barnakór Grunnskólans í Þorlákshöfn. Lúðrasveit Tónlistarskóla Árnesinga leikur lög og Elliði Vignisson flytur hugvekju.