Fjögur falleg jólalög til að njóta á aðventunni

Þar sem óðum styttist í jólin er ekki úr vegi að rifja upp falleg jólalög sem samin voru fyrir jólalagakeppni Hljómlistafélags Ölfuss árið 2020.

Lagið sem varð í fyrsta sæti keppninnar heitir Um jólin ég og þú og er samið og flutt af þeim Örnu Dögg Sturludóttur og Stefáni Þorleifssyni.

Í öðru sæti var lagið Jólin okkar en höfundar þess lags eru þær Elísa Dagrún Jónsdóttir, Sólveig Grétarsdóttir og Eva Karen Ragnarsdóttir. Þær stöllur sjá um sönginn ásamt Herdísi Maríu Jónsdóttur og Elísa Dagrún spilar einnig á þverflautu í laginu.

Í þriðja sæti varð svo lagði Heim til þín sem er samið og flutt af Þorsteini Lýðssyni.

Eins og Hafnarfréttir sögðu frá í liðinni viku tók Emilía Hugrún Lárusdóttir þátt í jólalagakeppni Rásar 2 í ár með frumsamið lag og texta sem ber nafnið Jólaengill. Emilía gerði sér lítið fyrir og lenti í öðru sæti í keppninni en lagið sem sigraði heitir Velkominn desember og er frumsamið og flutt af Öldu Dís Arnardóttur. Hægt er að hlusta á öll lögin sem komust í úrslit keppninnar á vef Rúv. Hér er hinsvegar fallega lagið hennar Emilíu Hugrúnar.

https://soundcloud.com/ras_2/emilia-hugrun-jolaenglar