
Ófeigur III strandaði við vitann árið 1988

Hafnarfréttir ætla að taka aftur upp liðinn Gamalt og gott. Þessa mynd tók Rúnar Ásbergsson af bátnum Ófeigi III sem strandaði rétt við Hafnarnesvita í Þorlákshöfn í febrúar árið 1988.
Jón H. Sigurmundsson skrifaði frétt um strandið í Morgunblaðið sem birtist 24. febrúar 1988 en þar segir eftirfarandi: „Mjög rösklega var gengið í björgunarstörf af slysavarnamönnum og að þeirra sögn voru á milli 60 og 70 manns að störfum þegar mest var. Þess voru dæmi að menn tækju sér frí úr vinnu, sérstaklega vélstjórar og vél smiðjumenn.“