Ófeigur III strandaði við vitann árið 1988

strand_ofeigur01

Hafnarfréttir ætla að taka aftur upp liðinn Gamalt og gott. Þessa mynd tók Rúnar Ásbergsson af bátnum Ófeigi III sem strandaði rétt við Hafnarnesvita í Þorlákshöfn í febrúar árið 1988.

Jón H. Sigurmundsson skrifaði frétt um strandið í Morgunblaðið sem birtist 24. febrúar 1988 en þar segir eftirfarandi: „Mjög rösklega var gengið í björgunarstörf af slysavarnamönnum og að þeirra sögn voru á milli 60 og 70 manns að störfum þegar mest var. Þess voru dæmi að menn tækju sér frí úr vinnu, sérstaklega vélstjórar og vél smiðjumenn.“