Aðalbjörg Ýr dúxaði í FSu

Aðalbjörg ÝrÍ dag fór fram útskrift frá Fjölbrautaskóla Suðurlands og var Þorlákshafnarmærin Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir dúx skólans. Fékk hún viðurkenningu fyrir þann afburða árangur en meðaleinkunn hennar var 9,59. Að auki fékk hún verðlaun fyrir dönsku, spænsku, stærðfræði, náttúruvísindagreinum og raungreinum.

Til viðbótar við þetta allt saman fékk hún viðurkenningu fyrir frábæran áragur í fimleikaakademíu FSu. Gaman er að segja frá því að fyrir rúmri viku lauk Aðalbjörg Ýr einnig framhaldsprófi í trompetleik.

Hafnarfréttir vilja óska Aðalbjörgu Ýr innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.