Átta dagar eftir og 77% af takmarki Tóna og trix náð

tonarogtrix_karolinafundÍ dag, þriðjudag, eru einungis átta dagar eftir af söfnun Tóna og trix á Karolinafund fyrir hljómdiski þeirra sem kemur út á næstu dögum.

Þegar þessi frétt er skrifuð hefur hópurinn safnað 77% af takmarki sínu eða 4.600 evrum af 6.000.

Ennþá er möguleiki á að tryggja sér eintak af disknum og/eða næla sér í miða á útgáfutónleikana og um leið taka þátt í að fjármagna útgáfu disksins.

Smelltu hér til að til fara inn á Karolinafund þar sem þú getur styrkt Tóna og trix.