Óskilamunir að andvirði rúmrar hálfrar milljónar

Nú í nóvember hefur umhverfisnefnd Grunnskólans í Þorlákshöfn unnið að verkefni tengdu óskilamunum. Í umhverfisnefnd eru fulltrúar hvers bekkjar og fulltrúar frá starfsfólkinu.

Ákveðið var að taka alla óskilamuni úr skólanum, flokka þá og telja. Kasta að lokum meðalverði á hlutina og leggja saman heildarfjármuni sem liggja á ,,göngunum“.

Það er skemmst frá því að segja að áætluð heildarverðmæti reyndust vera um 550.000 kr. Í þessari viku hafa umsjónarkennarar rölt með bekkina sína og spjallað um verðmætin sem liggja í óskilamununum og velt fyrir sér hvers vegna enginn saknar þessara hluta.

Fatnaðurinn verður uppi út þessa viku en að henni lokinni verður farið yfir fatnaðinn og megnið gefið til Rauða krossins.