Enn lokað í Þrengslum og víðar

Enn er lokað í Þrengslum og yfir Hellisheiði vegna ófærðar og verður fram til morguns að minnsta kosti. Þá er Suðurstrandarvegur einnig lokaður sem og Grindavíkurvegur og Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss. Snjóþekja og skafrenningur er á veginum milli Þorlákshafnar og Hveragerðis og þæfingsfærð er milli Þorlákshafnar og Selfoss.

Lögregla biður vegfarendur um að fylgjast vel með færð á vegum á vef Vegagerðarinnar.