Þórsarar gerðu sér lítið fyrir í kvöld og lögðu Keflvíkinga í Blue Höllinni í Keflavík. Staðan í leikhléi var 44-55 fyrir Þór og lokatölur urðu 104-83. Þeir Hörður Axel Vilhjálmsson og Jaka Brodnik voru fjarri góðu gamni í liði Keflvíkinga og var eins og liðið kæmi andlaust til leiks. Þórsarar áttu góðan leik og gerðu endanlega út um hann í fjórða leikhluta.
Liðið spilaði vel saman og segja gárungar að kominn sé sami neisti í Þórsara og fyrir tveimur árum þegar þeir urðu Íslandsmeistarar. Það getur allt gerst og spennan eykst með hverjum leik.
Þeir Vincent Shahid og Jordan Semple skoruðu báðir 23 stig fyrir Þór og Pablo Hernandez skoraði 21 stig.
Þórsarar eru nú í 7. sæti Subway deildarinnar með 14 stig.