Hamar-Þór sigraði örugglega

Hamar-Þór tók á móti liði Breiðabliks-b í Þorlákshöfn í 1. deild kvenna í körfubolta í gærkvöld.

Hamar-Þór náði forystu snemma í leiknum og var staðan í hálfleik 52-34. Lokatölur urðu 96-68 fyrir Hamri-Þór.

Stigahæst hjá Hamri-Þór var Jenna Mastellone með 26 stig, Hildur Björk Gunnsteinsdóttir skoraði 20 stig og Yvette Adriaans skoraði 16 stig.

Hamar-Þór er nú í 5. sæti 1. deildarinnar með 20 stig en Breiðablik-b situr á botninum með ekkert stig.